16.5.2008 | 08:21
Evrópulönd
Ég byrjaði að gera um Írland og það gekk ágætlega, svo þegar ég hélt að ég væri búin gerði ég um Litháen og það var erfitt að finna upplýsingar um Litháen. Svo sagði anna að það þurfti að gera seinna landið eitthvað land í austur-Evrópu.
Ég helt þá að ég þurfti að hætta að gera um Litháen en svo sagði hún að það var í lagi að gera um austur-Evrópu lönd eða Eistland, Lettland eða Litháen.
Ég fann flestar upplýsingarnar á wikipedia.org , ferðaheimur eða einhverjum ferðaskrifstofu síðum eins og uu.is. Svo skrifaði ég líka á google kannski pictures of Ireland og þá kom einhverjar síður sem var með fullt af flottum myndum og það stóð undir af hverju myndin var, og ég notaði það, svo spurði ég líka suma hvort þeir vissu e'h um Litháen eða Írland, fáir vissu e'h en einhver sagði mer 3 fótboltastráka í Írlandi
Í Evrópuverkefninu erum við líka búin að gera einhvernvegin bækling, eða svara spurningum í honum. Við lesum deigi áður kannski um e'h eins og benenux- löndin og svo komum við í skólann daginn eftir og þá kynnti Anna fyrir okkur þau lönd með power pointi svo svörum við spurningum um benenux-löndin. Við erum líka búin að gera um t.d. Bretland, Suð-austur Evrópu, Sviss, Austurríki, Spán, Portúgal og fl. Við erum líka búin að gera stórt aukaverkefni sem var að skrifa höfuðborgirnar í Evrópu, skrá þau lönd sem liggja ekki að sjó, hvaða land er með flest landamæri í Evrópu, skrá stærð,íbúafjölda og íbúafjölda á km2 á löndum í Evrópu og skrá hvaða lönd liggja að hvaða höfumÞetta var ágætt verkefni.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.