Auglýsingar

Í Eglu mátti gera ýmis verkefni, sem maður mátti velja 3 eða fl. verkefni af mörgum verkefnum.

Ég var að vinna með Eygló og við bjuggum til dúkkur, bjuggum til föt svo það var hægt að klæða þær í og settum í kassa og svo glæru eina hliðina svo dúkkan var í eins kassa og Barbie :)

Svo ákváðum við að gera auglýsingar, við völdum ýmislegt til að auglýsa en sumt gekk ekki, eins og að auglýsa skinnskó til skrauts af því að það var engin mynd á netinu a.m.k. ekki svo við fundum, við fundum myndir af því sem við auglýstum og töluðum inná, eins og er gert í útvarpinu og svo rúlluðu myndirnar meðan við lásum um það sem myndin var af. Þetta var mjög skemmtilegt og við hlógum mikið þegar við gerðum þettaW00tLoL

Vonandi viltu horfa:)

 

Svo gerðum ég og Eygló með Díönu satt eða ósatt, þá áttum við að segja frá einhverjum atburði í Eglu, sem okkur fannst vera mjög líklegt að hann væri sannur eða einhvern sem okkur fannst mjög ósannur, við völdum ósannur það er að segja okkur fannst mjög ósennilegt að Egill hafi drepið naut án vopna , Atli hafi galdrað sverð Egils bitlaust og svo hafi Egill bitið barkakýlið úr Atla.. við lýstum því og gerðum mynd á plaggat og límdum textann á:)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband